Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tók áskorun um að opna dansskóla
Mánudagur 16. nóvember 2009 kl. 08:16

Tók áskorun um að opna dansskóla


Ásta Bærings segist lifa fyrir dansinn enda hefur hún dansað frá því hún var aðeins fimm ára gömul í dansnámi hjá Danslistarskóla JSB. Hún hefur starfað sem dansari í leikhúsum frá 15 ára aldri og tekið þátt í ótal söngleikjum. Auk þess hefur Ásta dansað í ótal sýningum, myndböndum og auglýsingum sem hún hefur jafnframt verið höfundur að. Og nú ætlar hún að láta drauminn rætast um stofnun eigin dansskóla og er þessa dagana að undirbúna opnun hans í Reykjanesbæ.

„Ég er búin að vera í þessu alla ævi og lengi búið að skora á mig að gera þetta. Ég ákvað að núna væri tíminn og þetta væri það sem mig langaði til að gera. Ég hef  áður verið  í Keflvík með námskeið og vildi bara koma aftur. Það vantar svona skóla,“ svarar Ásta aðspurð um hvað hafi hvatt hana til að fara út í rekstur jazzballetskóla í miðri kreppu. 

Skólinn, sem heitir Danscentrum, er fyrst og fremst jassballetkóli sem mun bjóða upp á dansnám fyrir 4-15 ára í forskóla. Þá er verða í boði ýmis dansnámskeið eldri aldurshópa, s.s. Street, Modern, tækni og danspúli. Að sögn Ástu miðast námið við að nemendur öðlist nægilega tækni til frekara dansnáms.
„Við bjóðum ekki uppá kennslu í samkvæmisdönsum en hins vegar verðum við með áhugaverða gestakennara sem kenna ýmsa dansstíla þannig að fjölbreytnin í náminu verður mikil,“ segir Ásta spurð að því hvort hægt verði að læra tangó eða sömbu í Danscentrum.
Auk Ástu munu þær Guðríður Hafsteinsdóttir og Ósk Björnsdóttir kenna við skólann. Innritun er hafin en kennsla hefst þann 11. janúar. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu skólans, www.danscentrum.is.


Mynd – Ásta Bærings, dansari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024