Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Töfrandi stund hjá S-listanum í Sandgerði
Þriðjudagur 13. maí 2014 kl. 08:16

Töfrandi stund hjá S-listanum í Sandgerði

Jón Arnór út Ísland got talent mætti á svæðið

Það var margt um manninn á opnun kosningaskrifstofu S-listans í Sandgerði síðasta laugardag. Boðið var upp á glæsilegar kaffiveitingar og nýttu gestir sér tækifærið til að taka frambjóðendur tali. Stjarna opnunarinnar var þó töframaðurinn ungi Jón Arnór sem skaust nýlega upp á stjörnuhimininn í sjónvarpsþáttunum Ísland got talent. Hann hreinlega töfraði alla upp úr skónum með ævintýralegum galdrabrögðum og var síðan umsetinn aðdáendum að sýningunni lokinni. Hér má sjá myndir frá opnun kosningaskrifstofu S-listans í Sandgerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Töframaðurinn ásamt aðdáendum.

Góðar veitingar í boði.