Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Töframáttur Jónsmessunnar: Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkur
Fimmtudagur 23. júní 2011 kl. 16:40

Töframáttur Jónsmessunnar: Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Laugardagskvöldið 25. júní bjóða Bláa lónið og Grindavíkurbær upp á árlega Jónsmessugöngu. Gangan hefst við Sundlaug Grindavíkur klukkan 20.30. Kynnisferðir verða með sætaferðir til Grindavíkur frá BSÍ klukkan 19:30 og SBK frá Reykjanesbæ kl. 20:00. Sætaferðir frá Bláa Lóninu verða til Grindavíkur kl. 00:30 og Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kl. 01:00.


Gengið verður á fjallið Þorbjörn, þar sem göngufólk nýtur þess að hlusta á Hreim Örn Heimisson og Vigni Snæ Vigfússon úr Vinum Sjonna leika tónlist við varðeld á fjallinu. Að því loknu heldur dagskráin áfram í Bláa Lóninu þar sem tónlistin heldur áfram til miðnættis. Gestir fá Blue Lagoon kokteil í boði hússins.


Viðburðurinn er einstakt tækifæri til að upplifa töframátt Jónsmessunnar og lækningamátt Bláa Lónsins í góðum félagsskap.


Bláa lónið og Grindavíkurbær bjóða upp á gönguna og félagar í Vinaklúbbi Bláa Lónsins fá aðgang að Bláa Lóninu á 1.950 krónur. Skráning er vinaklúbbinn er á www.bluelagoon.is Allir þeir sem skrá sig í vinaklúbb Bláa Lónsins eiga möguleika á að vinna árskort í Bláa Lónið eða aðgang fyrir tvo í Betri stofu Bláa Lónsins.


Mynd: Bláa lónið