Töfrabragðanámskeið fyrir börn í Virkjun um helgina
Nú er tækifæri fyrir börn á aldrinum 8-14 ára að læra að verða töframenn um næstu helgi hér í Reykjanesbæ.
Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Daníel Örn töframaður. Börnin fá að læra og kynnast ýmsum tegundum töfrabragða. Foreldrum barna verður síðan boðið á sýningu í lok námskeiðisins.
Kennt verður 4 og 5. febrúar frá klukkan 12:00 til 14:00 báða daganna og er fyrir 8 til 14 ára. Skráning í Virkjun í síma 426-5388 og á fésbókasíðu Virkjunar mannauðs á Reykjanesi. Kennt verður í Virkjun, Flugvallabraut 740, Ásbrú. Námskeiðisgjald er greitt við komu.