Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Töflutússar gott agatæki
Laugardagur 24. september 2016 kl. 06:00

Töflutússar gott agatæki

Sumarrós Sigurðardóttir, eða Rósa dönskukennari eins og hún er jafnan kölluð af nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hefur kennt við skólann í rúmlega 36 ár. Hún segir að nemendurnir hafi ekki mikið hafa breyst á þessum tíma, heldur frekar hún sjálf. „Þegar ég byrjaði var ég náttúrulega bara ungur kennari. En samband mitt við nemendur er öðruvísi í dag því að ég er þroskaðari. Þau eru alltaf jafn indæl og hlýðin,“ segir Rósa sem þekkt er fyrir óhefðbundnar aðferðir við að halda uppi aga í tímum; að kasta töflutússlit í átt til nemenda sem ekki halda sér við efnið. Hún segir aðferðina virka vel. „Ég segi nemendum alltaf í leiðinni að ég hafi verið í handboltalandsliðinu sem vann Norðurlandameistaratitilinn á Melavellinum árið 1964 og þau hreyfa engum mótbárum við því.“

Aðspurð hvernig gangi að kenna mis áhugasömum ungmennum dönsku segir hún það ekki mikið mál enda beri hún þau í gegnum námið og allir læri vel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðtalið er hluti af umfjöllun um 40 ára afmæli FS í síðustu Víkurfréttum.