Tobba sýnir á GLóðinni
Þorbjörg Óskarsdóttir opnar sýningu á olíumálverkum á efri hæð Glóðarinnar laugardaginn 1. júlí, en sýningin mun standa í viku.Verkin eru öll unnin á þessu ári en Tobba hélt síðast sýningu á Glóðinni fyrir jólin og þá seldust öll verkin, þannig að sýningin var opin skemur en til stóð. Hún hefur einnig sýnt á Skothúsinu og í Hinu húsinu í Reykjavík.Tobba er 25 ára gömul og sjálfmenntuð í list sinni, en hún byrjaði að mála á striga þegar hún var 16 ára gömul. Hún sótti um tíma námskeið hjá Reyni Katrínarsyni í Svarta Pakkhúsinu.„Ég hlakka til að sjá fólkið á sýningunni. Ég er ekki að gera þetta til að selja, heldur finnst mér mjög gaman að sýna málverkin mín og finna viðbrögð fólksins“, segir Tobba.