Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

TM gaf Garðaseli endurskinsvesti
Sunnudagur 20. apríl 2008 kl. 18:11

TM gaf Garðaseli endurskinsvesti


Fulltrúar Tryggingamiðstöðvarinnar komu færandi hendi á Garðasel í vikunni og gáfu þar öllum börnunum endurskinsvesti.

Víst er að þessi göf er vel þegin því aldrei er of varlega farið í umferðinni. Börnin voru afar spennt yfir gjöfinni og þurfti ekki að bjóða þeim tvisvar að máta.

Í þakklætisskyni sungu þau nokkur skemmtileg lög fyrir gestina sína frá TM.

VF-mynd/Þorgils – Krakkarnir ásamt fulltrúum TM og leikskólastjóranum sínum, henni Ingibjörgu Guðjónsdóttur og Ingu Sif Gísladóttur, aðstoðarskólastjóra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024