Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tjarnasýning í Sandgerði
Mánudagur 11. júní 2012 kl. 10:36

Tjarnasýning í Sandgerði

Náttúrustofa Reykjaness og 5. bekkur í Sandgerðisskóla hafa í sameiningu sett upp glæsilega sýningu að Garðvegi 1 í Sandgerði um lífríki Sandgerðistjarna. Náttúrustofan og Rannsóknasetur HÍ fengu styrk frá Menningarráði Suðurnesja til verkefnisins. Sett hafa verið upp tvö ný búr, hornsílabúr og smádýrabúr, þar sem m.a er hægt að sjá vatnabobba, tjarnatítur, iglur, brunnklukkur og vatnsketti, auk þess sem útbúin voru upplýsingaspjöld um helstu dýrategundir tjarnanna. Krakkarnir hafa unnið frábært starf við að útbúa bæði spjöldin og tjarnabúrin og hvetjum við alla til að koma við og kíkja á sýninguna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í þekkingarsamfélaginu á Garðvegi 1 er einnig að finna náttúrugripasafn þar sem leitast er við að tengja mann og náttúru. Þar eiga gestir kost á að upplifa hluta af náttúru Íslands í návígi. Safn ýmissa lífvera, jurta og steina auk lifandi dýra í sjóbúrum. Gestir geta farið í veiðiferð í fjöruna eða tjarnirnar og svo skoðað veiðifenginn nánar undir víðsjá, fræðst um sögu Sandgerðis eða skoðað glæsilega sýningu um franska heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot sem fórst með skipi sínu Pourquoi-pas? og áhöfn við Mýrar 1936.