Tjarnarsel gefur út bókina Orðaspjall
Í síðustu viku var haldið útgáfuhóf í Duushúsum í Reykjanesbæ í tilefni af útkomu bókarinnar Orðaspjall – Að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bóklestri. Bókin er afrakstur þriggja ára þróunarstarfs reynslumikilla leikskólakennara í Tjarnarseli undir stjórn Árdísar H. Jónsdóttur.
Árdís lagði grunninn að Orðaspjallsaðferðinni í meistaraprófsverkefni sínu árið 2008. Þróunarverkefnið var unnið í samvinnu við Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi og forstöðumann hennar, Hrafnhildi Ragnarsdóttur prófessor.
Leikskólinn naut styrkja úr Þróunarsjóði námsgagna og er Tjarnarsel fyrstur leikskóla á landinu til að fá styrk úr þeim sjóði. Einnig styrkti Manngildissjóður Reykjanesbæjar verkefnið með myndarlegum hætti. Bókin er ætluð leikskólakennurum, kennurum yngsta stigs grunnskóla og öðrum sem vinna að uppeldi og menntun ungra barna.
VF-myndir: Jón Júlíus Karlsson