Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tjarnarsel fékk styrk og tilnefningu
Hópurinn sem hlaut viðurkenningu, ásamt Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra.
Föstudagur 23. maí 2014 kl. 12:30

Tjarnarsel fékk styrk og tilnefningu

- úr Sprotasjóði á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Frábær sumarglaðningur barst Tjarnarseli þar sem leikskólinn fékk úthlutað veglegum styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Styrjurinn er vegna  þróunarverkefnisins „Garðurinn okkar og hringrás náttúrunnar: kennsla og nám á útileiksvæði leikskóla“ og markmið verkefnisins er að þróa náms- og kennsluhætti sem tefla saman sköpun, sjálfbærni, vísindum og heilbrigði. Styrkurinn kemur sér að vonum mjög vel og er í beinu framhaldi af verkefninu sem farið var af stað með í fyrrasumar með foreldrum, börnum og starfsfólki Tjarnarsels.

Til viðbótar þessu hlutu foreldrar, börn og starfsfólk Tjarnarsels, í maíbyrjun, tilnefningu til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla fyrir „Áskorun og ævintýri: Útinám og fjölnotagarður“ og tók leikskólastjóri á móti viðurkenningu í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024