Tjaldsvæðið í Grindavík opnað
Nú þegar sumarið er gengið í garð huga margir að útivist og útilegu. Á Suðurnesjum er tjaldsvæði Grindvíkinga sérlega glæsilegt og það opnaði formlega fyrir gesti síðastliðinn föstudag. Á svæðinu er gott pláss og glæsileg aðstaða, hvort sem gestir eru í tjöldum, tjaldvögnum eða húsbílum.
Tjaldsvæðið er staðsett við Austurveg 26. Þar eru 42 stæði fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Afgirt svæði og sérhannað og fullkomin aðstaða til seyrulosunar. Malbikuð og hellulögð bílastæði í innkomu tjaldsvæðisins. Tvö leiksvæði fyrir börn með rólum, 2 köstulum, kóngulóarneti o.fl. Í nýja þjónustuhúsinu er aðstaða til að elda, sturtur, þvottahús og aðgangur að interneti.
Suðurnesjamenn þurfa því ekki ekki leita langt yfir skammt til þess að njóta góðrar aðstöðu á tjaldsvæði og skoða sig um í náttúrunni í kring.