Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 21. apríl 1999 kl. 18:42

TÍUNDI RENAULT EGGERTS!

Bílasala Keflavíkur flutti starfsemi sína um síðustu helgi í nýtt glæsilegt húsnnæði á horni Njarðarbrautar og Bolafótar í Njarðvík. Einnig eru í nýja húsinu heildverslunin Hjördís Björk og bón- og ryðvarnarstöðin Gamli Gljái. Fyrsta bifreiðin sem var afhent við opnun bílasölunnar í nýju húsi var Renault Classic sem Eggert Jónsson hafði fest kaup á. Eggert er traustur Renault-viðskiptavinur því þetta er tíundi Renaultinn í röð sem Eggert eignast. Á meðfylgjandi mynd er það Árni Gunnlaugsson sölumaður hjá Bílasölu Keflavíkur sem afhendir Eggerti lyklana að bifreiðinni. VF-ljósmynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024