Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 12. júlí 2003 kl. 20:58

Tíu lög valin í Sönglagakeppni Ljósanætur 2003

Alls bárust 84 lög í sönglagasamkeppni Reykjanesbæjar - Ljósanótt 2003 en á fimmtudaginn var skrifað undir samning um framkvæmd keppninnar sem verður í höndum Stefáns Hjörleifssonar og Jóns Ólafssonar líkt og síðasta ár.Dómnefnd hefur nú valið tíu bestu lögin sem síðan verða útsett og komið á geisladisk en hana skipa Stefán Hjörleifsson, Jón Ólafsson, Guðbrandur Einarsson, Baldur Guðmundsson, Valgerður Guðmundsdóttir, Íris Jónsdóttir, Árni Hinrik Hjartarson og Ragnar Örn Pétursson.

Ljósanæturdiskinum verður dreift fyrir lokakvöldið sem haldið verður í Stapa föstudaginn 5. september og gefst fólki því kostur á að meta lögin og taka svo þátt í aðalkosningunni sem verður þá um kvöldið.
Ný dómnefnd verður skipuð fyrir úrslitakvöldið..

Fyrstu verðlaun fyrir Ljósanæturlagið eru kr. 400.000, 2. verðlaun kr. 150.000 og 3. verðlaun kr. 100.000.
Nánari upplýsingar um Ljósanæturlagið verða á www.ljosanott.is og tonlist.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024