Tíu leiðir til lífshamingju í Virkjun
Miðvikudaginn 18. febrúar bjóða "Virkjun mannauðs á Reykjanesi" og Þjóðkirkjan í Reykjanesbæ upp á námskeiðið 10 LEIÐIR TIL LÍFSHAMINGJU sem er í umsjá sr.Þórhalls Heimissonar (8917562). (Sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu)
Á námskeiðinu mun sr.Þórhallur fjalla um það hvernig hver og einn getur eflt og styrkt sjálfan sig og bætt samskipti sín við aðra á þeim erfiðu tímum sem nú ganga yfir land og þjóð. Umfram allt bendir hann á þrautreyndar, gamlar og góðar aðferðir sem við hgöfum ef til vill gleym tá undanförnum árum, aðferðir sem löngum hafa dugað vel í lífsbaráttunni. Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja efla með sér bjartsýni og jákvæðni, hvar í lífinu sem þeir eru staddir.
Einkennisorð námskeiðsins eru BJARTSÝNI - VIRÐING - SJÁLFSSKOÐUN - UMHYGGJA.
Námskeiðið er haldið í húsnæði Virkjun mannauðs á Reykjanesi á gamla vallarsvæðinu. Það hefst kl.20.00 og er ókeypis.