Tíu klukkustunda ganga að baki
Unglingadeildin Klettur kvartar ekki undan veðri
Síðustu helgi gekk Unglingadeildin Klettur áheitagöngu frá Ísólfsskála að Háabjalla og þaðan var gengið að húsi Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Gangar var liður í söfnun fyrir Landsmót Unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldið verður í Norðfjarðarsveit á Austfjörðum dagana 26.-30. júní.
Þrátt fyrir votviðri gekk ferðin vel en krakkarnir létu sig ekki muna um að ganga frá kvölmatarleyti og nokkuð fram yfir miðnætti áður en lagst var til hvílu. Daginn eftir var svo síðasti spölurinn genginn. Síðastliðnar vikur hefur Unglingadeildin Klettur verið að ganga í hús að safna áheitum fyrir Landsmótið. Árið 2011 gekk Unglingadeildin Klettur Reykjanesbrautin endilanga á 12 klukkustundum þegar safna átti fyrir Landsmótinu. Sannarlega kraftmiklir krakkar þarna á ferð.
Myndir frá göngunni: Andri Berg Ágústsson.