Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tíu keppa um ljósahús Reykjanesbæjar
Hús Hallbjörns Sæmundssonar var hlutskarpast í fyrra. VF-mynd Hilmar Bragi.
Fimmtudagur 11. desember 2014 kl. 10:07

Tíu keppa um ljósahús Reykjanesbæjar

Hallbjörn Sæmundsson er mikill jólakarl. Hann býr við Túngötu í Keflavík og heimili hans er þekkt sem jólahús barnanna. Hann skreytir heimili sitt hátt og lágt bæði að innan og utan svo eftir er tekið. Engin breyting er á í ár, nema síður sé.
 
Heimili Hallbjörns er eitt af tíu húsum í Reykjanesbæ hafa verið valin til úrslita í keppninni um Ljósahús Reykjanesbæjar 2014. Sérstök valnefnd skipuð Evu Björk Sveinsdóttur frá Reykjanesbæ, Þórhildi Evu Jónsdóttur frá HS Veitum og Páli Ketilssyni frá Víkurfréttum valdi tíu ljósahús í skoðunarferð um Reykjanesbæ.
 
Húsin sem eru tilnefnd í ár eru: Borgarvegur 20, Freyjuvellir 7, Heiðarból 19, Heiðarbrún 4, Melavegur 9, Miðgarður 2, Steinás 18, Túngata 14, Týsvellir 1 og Þverholt 18. Nánar um kosninguna í blaðinu í dag.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024