Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tíndu 2 tonn af rusli
Miðvikudagur 12. júní 2019 kl. 09:30

Tíndu 2 tonn af rusli

Blái herinn hefur í samvinnu við nokkra sjálfboðaliða tínt rúm tvö tonn af rusli í tveimur fjörum á Reykjanesi undanfarið. Dagur hafsins var laugardaginn 8. júní síðastliðinn. Í tilefni dagsins fór Blái herinn í samstarfi við Reykjanes Geopark og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og hreinsaði Krossvík. Afrakstur þeirrar hreinsunar voru 1.250 kg. Þá tók Blái herinn sig til og hreinsaði í kjölfarið Þórkötlustaðafjöru í Grindavík og voru um 900 kg voru tínd þar. 

Í báðum verkefnum tóku um 36 manns þátt en samtals sagði Tómas Knútsson, stofnandi og forsprakki Bláa hersins að samtals væru um 80 vinnustundir samanlagðar að baki þessu mikla rusli, að því er segir á grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024