Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Tímarit Víkurfrétta væntanlegt aftur!
Miðvikudagur 12. mars 2003 kl. 19:44

Tímarit Víkurfrétta væntanlegt aftur!

Næsta tölublað vinsælasta tímarits á Suðurnesjum, TVF, er nú í vinnslu en blaðið mun koma út fyrir Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2003, sem haldin verður í byrjun apríl. Vinnsla við blaðið er nú komin á fullt á ritstjórn þess og óhætt að segja að spennandi blað sé á leiðinni eftir þó nokkuð langt útgáfuhlé. Á því hálfa ári sem liðið er frá síðasta tölublaði TVF hefur verið unnin mikil þróunarvinna með það að markmiði að gera blaðið enn betra. Tímariti Víkurfrétta hefur verið vel tekið af Suðurnesjamönnum og er blaðið að seljast í metupplagi en blaðið er að fara inn á um annað hvert heimili á Suðurnesjum í lausasölu.Við hvetjum lesendur vf.is sem hafa góðar ábendingar um efni í tímaritið að senda okkur línu á netfangið [email protected] eða [email protected] eða hringja til okkar í síma 421 0002 eða 421 0004.

Þá bendum við auglýsendum á að þegar er farið að bóka auglýsingapláss í næsta tímariti. Síminn á auglýsingadeild er 421 0000.

Meðfylgjandi forsíða er af einu "gömlu og góðu" Tímariti Víkurfrétta en frá því þetta blað kom út hefur mikið vatn runnið til sjávar og útlit blaðsins hefur farið frá "Séð og heyrt - lúkkinu" yfir í mun vandaðra útlit.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024