Tímarit Víkurfrétta komið út!
Tímarit Víkurfrétta er komið út, troðfullt af Suðurnesjaefni. Nokkur stór viðtöl eru í blaðinu. Fyrst skal nefna einkaviðtal við Bryndísi Guðmundsdóttur, eiginkonu Árna Sigfússonar. Árni Ragnar Árnason alþingismaður talar um baráttuna við krabbamein og Rósa Teitsdóttir, 90 ára, um trúarlíf og lífið í Keflavík á fyrrihluta síðustu aldar. Við tökum hús á Kínabarni, heimsækjum keflvískan lækni á gjörgæsludeildina, heyrum laxveiðisögur, Veigar Margeirsson segir frá kvikmyndalífinu í Hollywood og Karen Sævarsdóttir, fyrrum áttfaldur Íslandsmeistari í golfi segir frá því hvernig hún varð bankastjóri í Texas.
Í Tímariti Víkurfrétta er einnig 16 síðna blað sem fjallar um næturlífið á Suðurnesjum í máli og myndum, auk þess sem farið er um víðan völl með Suðurnesjafólki.
Nýja blaðið heitir QMEN (borið fram Kúmen).
Það er meira en nóg að lesa í TVF, þar sem farið er til Raufarhafnar, Kína, til Texas, í Borgarfjörðinn, og ferðast um tímann.
Ekki missa af BESTA blaðinu frá upphafi á næsta blaðsölustað.
Í Tímariti Víkurfrétta er einnig 16 síðna blað sem fjallar um næturlífið á Suðurnesjum í máli og myndum, auk þess sem farið er um víðan völl með Suðurnesjafólki.
Nýja blaðið heitir QMEN (borið fram Kúmen).
Það er meira en nóg að lesa í TVF, þar sem farið er til Raufarhafnar, Kína, til Texas, í Borgarfjörðinn, og ferðast um tímann.
Ekki missa af BESTA blaðinu frá upphafi á næsta blaðsölustað.