Tímarit Víkurfrétta kemur út að nýju
Tímarit Víkurfrétta, TVF, mun koma út að nýju síðar í mars, eftir nokkurt hlé. TVF kom síðast út fyrir ljósanótt á síðasta ári en nýtt blað er í burðarliðnum. Að vanda verður blaðið fjölbreytt og skemmtilegt. Stúlkurnar í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2004 munu verða kynntar til leiks í blaðinu, auk þess sem í TVF verður að finna fjölbreytt viðtöl og mannlífsviðburði.
Blaðamenn Víkurfrétta eru opnir fyrir góðum hugmyndum um efni í Tímarit Víkurfrétta. Hafir þú, lesandi góður, ábendingu um frambærilegt efni, s.s. viðtalsefni eða vilt koma á framfæri mannlífsviðburði, þá endilega hafðu samband við okkur. Senda má tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 898 2222. Standið með okkur vaktina til að gera gott blað betra!
Blaðamenn Víkurfrétta eru opnir fyrir góðum hugmyndum um efni í Tímarit Víkurfrétta. Hafir þú, lesandi góður, ábendingu um frambærilegt efni, s.s. viðtalsefni eða vilt koma á framfæri mannlífsviðburði, þá endilega hafðu samband við okkur. Senda má tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 898 2222. Standið með okkur vaktina til að gera gott blað betra!