Tilþrif í Svartholinu
Glæsileg tilþrif sáust á hjólabrettamóti sem haldið var í Svartholinu í gær. Brettafélag Suðurnesja stóð fyrir mótinu þar sem keppt var í tveimur greinum, best run og best trick þar sem veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum greinum.
Verðlaun voru í boði hjólabrettaverslunarinar Brim, en einnig voru veittir bikarar í boði Reykjanesbæjar. Dream Catcher gáfu boli í mótið.
Myndasafn frá mótinu má finna í Ljósmyndasafni Víkurfrétta hér til hægri á síðunni.
VF-myndir/Þorgils
Verðlaun voru í boði hjólabrettaverslunarinar Brim, en einnig voru veittir bikarar í boði Reykjanesbæjar. Dream Catcher gáfu boli í mótið.
Myndasafn frá mótinu má finna í Ljósmyndasafni Víkurfrétta hér til hægri á síðunni.
VF-myndir/Þorgils