Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Tilrauna- og leikgleði allsráðandi hjá Par Ðar
    Arnar, t.v. ásamt Kristjóni. Myndir: SKE.
  • Tilrauna- og leikgleði allsráðandi hjá Par Ðar
Þriðjudagur 24. mars 2015 kl. 13:31

Tilrauna- og leikgleði allsráðandi hjá Par Ðar

Reykjanesbæingar komnir áfram í Músiktilraunum.

Hljómsveitin Par Ðar komst áfram eftir fyrsta kvöld Músíktilrauna sem fram fór í fyrrakvöld. Að sögn bassaleikarans Arnars Ingólfssonar hefur hljómsveitin „groovað“ saman síðan í fyrra og ætlar að taka virkan þátt í tónlistarlífi Íslands sem og ef tækifæri bjóðast erlendis í framtíðinni. „Við spilum sækadelíu á einstakan hátt. Áhrifavaldar hljómsveitarinnar eru umhverfið, fegurðin, ljótleikin og lífið. Öll tónlist og öll hljóð hafa áhrif á okkur sem einstaklinga og ParÐar leitast eftir að búa til komposisjón sem leyfir hlustandanum að finna það fallega í sjálfum sér og lífinu. Öll tónlist hefur áhrif, slæm eða góð músík sýnir þér bæði hvað þú vilt gera.“

Hljómsveitina skipa Kristjón Freyr Hjaltested, gítar og söngur, Viktor Atli Gunnarsson, gítar og söngur, Arnar Ingólfsson, bassi og söngur, Eyþór Eyjólfsson, gítar og söngur og Sævar Helgi Jóhannsson, harmonika, hljómborð og söngur. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristjón. 

Í umsögn sem birtist um hljómsveitina eftir keppiskvöldið segir: 

„ParÐar frá Suðurnesjum hafa greinilega unnið heimavinnuna sína og helst mætti lýsa tónlist þeirra sem ljóðrænu sýrurokki. Fyrra lagið hófst á því að trommuleikarinn fór með ljóð um svartan fugl og í sama lagi var notast við hið framandi hljóðfæri regnstokk og hljóðeffektum beitt á gítara og raddir svo að úr varð gífurlega litríkt sjónarspil. Tilrauna- og leikgleðin var allsráðandi en lagasmíðarnar voru líka til staðar og raddanir í síðara lagi minntu á hippalega Crosby, Stills og Nash. Er hippinn og koma sterkur inn árið 2015?“

Ethorio. 

Arnar og Eyþór spila einnig með tveimur öðrum böndum sem hafa ekki ennþá komist í gegn í Músíktilraunum; SíGull og AvÓkA. Þau munu keppa á morgun. Einnig spila Kristjón og Viktor með AvÓkA. „Hvernig ég horfi á þetta, er þetta eins og að spila bingó. Maður kaupir oftast alltaf þrjú eða fleirri spjöld svo að það séu meiri líkur á maður vinni,“ segir Arnar glaður í bragði. 

 
 
Viktor. 
 
 
 
Sævar.