Tilnefningar um fjölskylduvænustu vinnustaðina
Reykjanesbær leitar eftir tilnefningum um fjölskylduvæna vinnustaði á svæðinu.
Reykjanesbær leitar eftir tilnefningum um fjölskylduvæna vinnustaði á svæðinu.
Leitast er við að fyrirtækin geri starfsmönnum sínum kleift að samræma sem best fjölskyldu- og atvinnulíf. Einnig skiptir jákvætt viðmót máli til að eiga möguleika á því að fá viðurkenningu Reykjanesbæjar sem fjölskylduvænt fyrirtæki.
Óskað er eftir tilnefningum frá starfsmönnum fyrirtækja sem telja sinn vinnustað fjölskylduvænan. Rökstuðningur og fjölskyldustefna fyrirtækisins þurfa að fylgja með tilnefningunni.
Í fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar er kveðið á um að árlega skuli veittar viðurkenningar til fjölskylduvænna fyrirtæka í Reykjanesbæ. Með því vill Reykjanesbær hvetja stjórnendur tyrirtækja til að setja sér fjölskyldustefnu. Þetta er í fimmtánda sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar og hafa fjölmörg fyrirtæki þegar hlotið nafnbótina „fjölskylduvænt fyrirtæki“.
Tilnefningar berist í netfangið [email protected] fyrir 28. janúar 2014.
Hópurinn sem hlaut viðurkenningu árið 2013, ásamt Árna Sigfússyni bæjarstjóra.