Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tilnefningar um fjölskylduvænustu vinnustaðina
Mynd tekin á Degi fjölskyldunnar í fyrra.
Fimmtudagur 9. janúar 2014 kl. 10:56

Tilnefningar um fjölskylduvænustu vinnustaðina

Reykjanesbær leitar eftir tilnefningum um fjölskylduvæna vinnustaði á svæðinu.

Reykjanesbær leitar eftir tilnefningum um fjölskylduvæna vinnustaði á svæðinu.

Leitast er við að fyrirtækin geri starfsmönnum sínum kleift að samræma sem best fjölskyldu- og atvinnulíf. Einnig skiptir jákvætt viðmót máli til að eiga möguleika á því að fá viðurkenningu Reykjanesbæjar sem fjölskylduvænt fyrirtæki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Óskað er eftir tilnefningum frá starfsmönnum fyrirtækja sem telja sinn vinnustað fjölskylduvænan. Rökstuðningur og fjölskyldustefna fyrirtækisins þurfa að fylgja með tilnefningunni.

Í fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar er kveðið á um að árlega skuli veittar viðurkenningar til fjölskylduvænna fyrirtæka í Reykjanesbæ. Með því vill Reykjanesbær hvetja stjórnendur tyrirtækja til að setja sér fjölskyldustefnu. Þetta er í fimmtánda sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar og hafa fjölmörg fyrirtæki þegar hlotið nafnbótina „fjölskylduvænt fyrirtæki“.

Tilnefningar berist í netfangið [email protected] fyrir 28. janúar 2014.

Hópurinn sem hlaut viðurkenningu árið 2013, ásamt Árna Sigfússyni bæjarstjóra.