Til mikillar fyrirmyndar
Gestir á Heimatónleikum í Gamla bænum voru til mikillar fyrirmyndar og eiga skilið þakkir fyrir umgengni og að bera virðingu fyrir heimilum gestgjafa. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Guðný Kristjánsdóttir sendi fyrir hönd þeirra sem stóðu að heimatónleikunum á Ljósanótt. Sem kunnugt er þurfti að flytja nokkra viðburðina í annað húsnæði vegna óveðurs en allt gekk þetta að óskum þrátt fyrir óstuð á veðurguðunum.