Þýskar skólahljómsveitir í Kirkjulundi
Í byrjun júní verða staddar hér á landi tvær skólahljómsveitir frá Þýskalandi. Um er að ræða 17 manna Big Band Tónlistarskólans í Backnang og hinsvegar 19 manna Strengjasveit Tónlistarskólans í Metzingen. Báðir skólarnir eru í suður Þýskalandi , ekki langt frá Stuttgart. Í samvinnu við tónlistarskólann á Akranesi, tónlistarskólann í Reykjanesbæ og lúðrasveitina Svan í Reykjavík verða haldnir tónleikar þann 5. júni í Kirkjulundi kl. 19:30Um er að ræða mjög skemmtilega samsetningu þessara tveggja skólahljómsveita sem hafa mjög nána samvinnu í tónlistaruppeldi í sínum heimabæjum.
Þetta eru tvær mjög ólíkar hljómsveitir eins og nöfn þeirra gefa í skin, segir í fréttatilkynningu frá Rúnari Emilssyni, skólastjóra tónlistarskólans í Backnang.
Strengjasveit tónlistarskólans í Metzingen var stofnuð árið 2000 af frumkvæði skólastjórans og píanóleikarans Heinrich Großmann. Hljóðfæraleikarar eru úrval nemenda úr skólanum og hafa nokkra reynslu af hljómsveitarstarfi.
Þeir hafa lagt áherslu á mismunandi tegundir Vinar Klassík seinnihluta 19. aldar og létta klassíska tónlist frá upphafi 20. aldar. Á verkefnaskrá eru verk eftir Johann Strauss, Franz Léhar, Carl Zeller, Paul Lincke, Gerhard Winkler og Gerardo Rodriguey o.fl.
Annar helmingur tónleikana er fluttur af Big Bandi tónlistarskólans í Backnang. Þessi tegund tónlistar nýtur sífellt meiri vinsælda á meðal yngri kynslóðar tónlistarunnenda, í tónlistarskólum í Þýskalandi og er auðvitað mikil andstaða við þá miklu blásarahefð sem ríkir þar í landi. Þetta er 17 manna Band undir stjórn Volkmars Schwozer sem er klarinettu og saxafonkennari í skólanum og hefur síðustu tvö ár byggt þetta starf upp af miklu afli. Þessi hluti tónleikana byggist upp á sveiflu í stíl Glen Miller, Joe Yawinul, Herbie Hancock og Miles Davis.
Tónleikaferð þessi er styrkt af þýska ríkinu , en hefur verið studd af mikilli vinsemd ofangreindra aðila. Inngangur að öllum tónleikunum er ókeypis nema í Salnum.
Þar sem miðaverðið er 800,-- Kr
Börn og unglingar undir 16 ára 500,-- Kr.
www.bjms.de
Þetta eru tvær mjög ólíkar hljómsveitir eins og nöfn þeirra gefa í skin, segir í fréttatilkynningu frá Rúnari Emilssyni, skólastjóra tónlistarskólans í Backnang.
Strengjasveit tónlistarskólans í Metzingen var stofnuð árið 2000 af frumkvæði skólastjórans og píanóleikarans Heinrich Großmann. Hljóðfæraleikarar eru úrval nemenda úr skólanum og hafa nokkra reynslu af hljómsveitarstarfi.
Þeir hafa lagt áherslu á mismunandi tegundir Vinar Klassík seinnihluta 19. aldar og létta klassíska tónlist frá upphafi 20. aldar. Á verkefnaskrá eru verk eftir Johann Strauss, Franz Léhar, Carl Zeller, Paul Lincke, Gerhard Winkler og Gerardo Rodriguey o.fl.
Annar helmingur tónleikana er fluttur af Big Bandi tónlistarskólans í Backnang. Þessi tegund tónlistar nýtur sífellt meiri vinsælda á meðal yngri kynslóðar tónlistarunnenda, í tónlistarskólum í Þýskalandi og er auðvitað mikil andstaða við þá miklu blásarahefð sem ríkir þar í landi. Þetta er 17 manna Band undir stjórn Volkmars Schwozer sem er klarinettu og saxafonkennari í skólanum og hefur síðustu tvö ár byggt þetta starf upp af miklu afli. Þessi hluti tónleikana byggist upp á sveiflu í stíl Glen Miller, Joe Yawinul, Herbie Hancock og Miles Davis.
Tónleikaferð þessi er styrkt af þýska ríkinu , en hefur verið studd af mikilli vinsemd ofangreindra aðila. Inngangur að öllum tónleikunum er ókeypis nema í Salnum.
Þar sem miðaverðið er 800,-- Kr
Börn og unglingar undir 16 ára 500,-- Kr.
www.bjms.de