Þyrlufjör í Sandgerðishöfn á sjómannadegi
Bæjarbúar Sandgerðis fjölmenntu á höfnina í dag en mikil skemmtidagskrá var í tilefni sjómannadagsins. Meðal þess sem boðið var upp á var koddaslagur og ýmis leiktæki voru staðsett við höfnina. Dagurinn þótti heppnast vel, en í lokin kom þyrla landhelgisgæslunar TF-Sif og sýndi miklar björgunarkúnstir. Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir í Sandgerði í dag.