Þyrla sótti kylfingana í Leiru
Kylfingarnir Logi Bergmann Eiðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, Þorsteinn Hallgrímsson og Eyjólfur Kristjánsson komu við á Hólmsvelli í dag en þau hafa verið á ferð og flugi um land allt og nota allan tiltækan ferðamáta í átt að takmarkinu. Markmiðið er að spila eina holu á öllum 18 holu völlum kringum landið en uppátækið er til styrktar MND félaginu. Eftir að hafa leikið eina holu í Bergvíkinni voru kylfingarnir sóttir af þyrlu sem flutti þá áfram til næsta golfvallar.
Hægt er að styrkja söfnunina með því að hringja í:
908 1001 - Til þess að gefa 1000 krónur
908 1003 - Til þess að gefa 3000 krónur
908 1005 - Til þess að gefa 5000 krónur
Sjá einnig viðtal við Loga Bergmann í Vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is
Efri mynd: Ragnhildur veifar úr þyrlunni í kveðjuskyni. VF-mynd: elg
Neðri mynd: Logi Bergmann lítur á klukkuna í viðtali við Hilmar Braga. Tímaáætlunin var ströng. VF-mynd: elg