Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þykir vænt um 50 ára gamalt jólaskraut foreldra sinna
Svandís Georgsdóttir heldur í gamlar hefðir á jólum og setur alltaf upp hyasintuskreytingu.
Föstudagur 18. desember 2015 kl. 07:00

Þykir vænt um 50 ára gamalt jólaskraut foreldra sinna

Jólin mín: Svandís Georgsdóttir

Svandís Georgsdóttir og fjölskylda borða alltaf rjúpu á aðfangadagskvöld og þegar matarlyktin berst um húsið finnst þeim jólin vera komin.
 
Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskapið?
Miracle on 34th Street  er jólamyndin sem kemur mér í jólaskap.   
 
Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir?
Ég sendi jólakort.  
 
Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Já, ég er frekar vanaföst og held í ákveðnar hefðir; rjúpurnar, mömmukökurnar og hyasintuskreyting er algjört möst. Og svo að sjálfsögðu stórfjölskyldu jólaboðið á annan í jólum.
 
Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Ég held að eftirminnilegasta jólagjöfin sem ég man eftir sé lítil vagga með dúkku í sem ég fékk frá mömmu þegar ég var 7 ára.
 
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Rjúpur í matinn á aðfangadag. 
 
Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Það er mjög sérstök lykt sem kemur þegar verið er að byrja að steikja rjúpurnar og þá segja allir á heimilinu: nú eru jólin komin.
 
Áttu þér uppáhalds jólaskraut?
Ég á nú svo mikið jólaskraut að ég gæti skreytt þrjú hús en mér þykir voða vænt um eitt lítið jólaskraut sem foreldrar mínir áttu og er örugglega orðið 50 ára gamalt. Svo finnst  mér voða gaman að setja upp jólaþorpið mitt.   
 
Hefur þú verið eða gætir þú hugsað þér að vera erlendis um jólin?
Ég bjó í Danmörku í tvö ár og var þar um jólin. Það voru mjög róleg jól og að sjálfsögðu mikill söknuður eftir fjölskyldunni og á annan í jólum var fjölskylduboðið á Skype.
 
Hvernig verð þú jóladegi?
Jóladegi er varið í miklum rólegheitum og jafnvel á náttfötunum mest allan daginn við lestur góðrar bókar eða horft á góða mynd eða tónleika þar sem eldri börnin eru hjá sínu tengdafólki þann dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024