Þykir of vænt um þessa sjoppu til að hætta
-Rúna Björt Garðarsdóttir rekstrarstjóri Brautarnestis
Brautarnesti er íbúum vel kunn og elsta sjoppan í bænum og því eflaust margir sem velta því fyrir sér hvort reksturinn muni hætta eftir þetta áfall.
Víkurfréttir heyrðu í Rúnu Björt Garðarsdóttur rekstrarstjóra Brautarnestis og sagði hún að tryggingarnar væru nú að meta tjónið en að eigendur stefni að því að halda rekstrinum áfram þrátt fyrir þetta áfall.
„Við erum enn í nokkru sjokki en við munum setjast niður og taka betur stöðuna þegar hlutirnir skýrast. Það er ljóst að það þarf að hreinsa út allt í húsinu og endurbyggja frá grunni. En við getum ekki látið þetta fara, okkur þykir of vænt um þessa sjoppu og við munum gera allt til þess að opna hana aftur”.