Þykir gott að vera heima um verslunarmannahelgina
Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina. Særún Rósa Ástþórsdóttir segir helgina enn vera óskrifað blað en henni þyki gott að vera heima yfir þessa stóru ferðahelgi.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Þetta árið er verslunarmannahelgin enn óskrifað blað. Mögulega verður sumarbústaðurinn heimsóttur en mér finnst oft best að vera heima þessa helgi þar sem eru engar biðraðir í sundlaugina og margir farnir úr bænum. Það verður allavega einhver góður matur og samvera með fjölskyldunni.
Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?
Mér finnst mikilvægast að hafa gleði og skemmtilegheit með fjölskyldunni um Verslunarmannahelgina, góðan mat, spil, tónlist og söng. Svo líka vonina um að unglingarnir komi heilir heim af útihátíð og allt gangi vel í þeirri gleði.
Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?
Besta minning mín er klárlega fæðing dóttur okkar sem kom í heiminn á sunnudagskvöldi um verslunarmannahelgi árið 2007.