Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þvílík snilld
Föstudagur 20. janúar 2006 kl. 10:13

Þvílík snilld

Síðastliðinn laugardag, þ. 14. janúar, stóð Tónlistarfélag Reykjanesbæjar fyrir nýárstónleikum í Duus-húsum. Kammerhljómsveit, undir stjórn Sigurðar Snorrasonar klarinettuleikara, flutti Vínartónlist og með hljómsveitinni söng Sigrún Hjálmtýsdóttir og nafna hennar Sigrún Eðvaldsdóttir lék einleik á fiðlu. Diddú er einstakur listamaður og fór á kostum, bæði sem söngkona og leikari. Sigrún Eðvaldsdóttir er einnig stórkostlegur listamaður og þegar hún lék sitt verk var ég með gæsahúð allan tímann. Þvílík snilld.
Í hljómsveitinni var valinn maður í hverju rúmi og greinilegt að mikil vinna lá að baki efnisskránni. Ég er sannfærður um að aðrir tónleikagestir eru mér sammála því undirtektir þeirra voru frábærar. Ég leyfi mér því, fyrir hönd okkar allra sem mættum í Duus húsin, að þakka listamönnunum og tónlistarfélaginu fyrir frábæra tónleika. Þessi mál eru á góðri siglingu undir styrkri stjórn formanns félagsins, Unu Steinsdóttur, og menningarfulltrúans, Valgerðar Guðmundsdóttur.

Kjartan Már Kjartansson
Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024