Þúsundir á þrettándagleði
Þátttaka í hátíðarhöldum þrettándans í Reykjanesbæ var með miklum ágætum og mættu þúsundir á hátíðarsvæðið við Hafnargötu og Ægisgötu þar sem skemmtidagskrá og brenna fóru fram. Eitthvað var þó fámennt í hópi álfa og púka á svæðinu. Ljósmyndir í meðfylgjandi myndasafni tóku þeir Páll Ketilsson og Hilmar Bragi á þrettándafagnaðinum í gær.