Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þúsund ungmenni kynntu sér atvinnulífið
Áhugasamar stelpur fengu svör um störf á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 14. október 2022 kl. 06:43

Þúsund ungmenni kynntu sér atvinnulífið

Tæplega eitt þúsund nemendur í 8. og 10. bekk úr grunnskólum á Suðurnesjum sóttu starfa­kynningu í íþróttahúsi Keflavíkur í upphafi vikunnar. Á annað hundrað starfsgreinar voru kynntar í miklum fjölbreytileika atvinnulífsins.

Síðustu ár, að tveimur í heimsfaraldri undanskildum, hefur kynningin verið hluti af Sóknar­áætlun Suðurnesja, haldin af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) en skipulögð af Þekkingarsetri Suðurnesja. Markmið starfsgreinakynningarinnar er að efla starfsfræðslu grunnskólanemenda í 8.–10. bekk og stuðla að sambærilegri fræðslu fyrir aldurshópinn á svæðinu. Kynningin er einnig mikilvægur þáttur í því að auka starfsvitund og skerpa á framtíðarsýn ungs fólks.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta hefur vaxið ár frá ári og ungmennin fá góða innsýn í atvinnulífið,“ sagði Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja.

Fleiri myndir eru í myndasafni neðst í fréttinni.

Starfakynning fyrir 8. og 10. bekk 2022