Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þurrkaðir þorskhausar
Föstudagur 22. september 2006 kl. 13:24

Þurrkaðir þorskhausar

Reynir Katrínarson verður með myndlistasýningu í Byggðasafninu í Garði en sýningin verður opnuð sunnudaginn 1. október næstkomandi kl. 19:00.

Allar ljósmyndirnar á sýningunni eru af sama myndefninu eða þurrkuðum þorskhausum sem voru hangandi til þerris á trönum milli Garðs og Reykjanesbæjar.

Hugmyndin er 11 til 12 ára gömul hjá Reyni en hann ákvað að halda áfram með hana í sumar og að þessu sinni hafa myndirnar í lit en síðast voru þær í svart hvítu hjá honum.

Sýningin verður opin frá 1. október á opnunartímum Byggðasafnsin í Garði.

VF-mynd/ listamaðurinn Reynir Katrínarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024