Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • „Þurftum að eignast fullt af börnum og skoða heiminn“
    Á æfingu. Mynd: Gúndi.
  • „Þurftum að eignast fullt af börnum og skoða heiminn“
    Halli Valli með dóttur sína.
Mánudagur 13. júlí 2015 kl. 13:25

„Þurftum að eignast fullt af börnum og skoða heiminn“

Hljómsveitin Æla gefur út plötuna Vettlingatök.

„Við vorum að gefa út plötu sem við köllum Vettlingatök. Við fengum hana til landsins um daginn og nú eru hún komin í allar helstu hljómplötuverslanir, fysískar og stafrænar. Okkur finnst þessi plata frábær. Við vonum að þér finnist það líka,“ segir Hallbjörn V. Rúnarsson (Halli Valli), söngvari og gítarleikari suðurnesísku hljómsveitarinnar Ælu og bætir við að örlítið erfitt hafi verið fyrir bandið að klára þetta ferli. „Það var ekkert erfitt að semja þessi lög. Það var eiginlega erfiðara að muna þau því þetta var á svolítið löngum tíma. Við þurftum bara að eignast fullt af börnum og skoða heiminn betur á sama tíma. Það dró þetta svolítið á langinn.“

Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Sýnið tillitssemi, ég er frávik, kom út í júlí 2006. Hljómsveitin fylgdi plötunni vel eftir með tónleikahaldi um allt land, og fór einnig í þrjár tónleikaferðir á árunum 2007 og 2008, til Bretlands og Frakklands, þar sem hún átti í viðræðum við plötuútgefendur og tónleikahaldara. Hljómsveitin hefur einnig verið fastur liður í dagskrá Iceland Airwaves öll ár síðan 2005. Ælu hefur verið líkt við bönd eins og The Minutemen, Shellac, Les Savy Fav, Purrkur Pillnikk og Slint.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Æla á Airwaves. Mynd: Þór Ben. 

Hljómsveitina skipa Hafþór Skúlason á trommur, Hallbjörn V. Rúnarsson á gítar og syngur, Sveinn Helgi Hafþórsson á bassa og Ævar Pétursson á gítar. „Frá upphafi hefur það verið takmarkalaus orka, gleði og hispurslaus og skemmtileg framkoma á tónleikum sem hefur vakið athygli. Sú blanda var einmitt kjarninn í markmiðum bandsins fyrir upptökur á þessari plötu: Að virkja óreiðuna, kraftinn, fáránleikann og gamanið sem einkennir hljómsveitina Ælu. Því var hljómplatan öll tekinn upp lifandi með alla meðlimi í sama rými. Engin önnur leið var valmöguleiki,“ segir Halli Valli. 

Æla á Airwaves 2007. Mynd: Gúndi.

Upptökur annaðist Sveinn Helgi Halldórsson, bassaleikari Ælu og upptökustjóri ársins 2013. Hljóðblöndun var í höndum Alberts Finnbogasonar og Finnur Hákonarsson masteraði. Gísli Dúa tók einstaka ljósmynd sem prýðir plötuumslagið. 

Æla sendir frá sér myndband við lagið “Your Head is my Ground” innan skamms og fylgir útgáfunni eftir með tónleikum á Paddy’s í Keflavík, 16. júlí og í Reykjavík stuttu seinna. Plötuna á má finna í öllum helstu plötuverslunum og helstu stafrænu sölumiðlum. Við hvetjum áhugasama um að fylgjast með okkur á Facebook síðu Ælu á þessum gleðitímum.

Útgáfutónleikarnir verða á Paddy's á fimmtudagskvöld. 

Umslag nýju plötunnar. Mynd: Gísli Dúa. 

Hér er hlekkur á nýtt myndband hljómsveitarinnar við lagið Your Head is in My Ground. 

 

Your Head is my Ground by Æla from Emil Asgrimsson on Vimeo.