Þú velur Ljósahús Reykjanesbæjar 2014
Kosningu lýkur á miðnætti.
Val á ljósahúsi Reykjanesbæjar 2014 fer fram á vef Víkurfrétta en kosning um ljósahúsið er hafin og stendur til sunnudagsins 14. desember kl. 24:00. Það verður því viðhaft íbúalýðræði við val á ljósahúsinu í ár eins og í fyrra.
Jólanefnd hefur valið 10 hús í bæjarfélaginu og myndir af þeim öllum birtast hér og á vf.is. Bæjarbúar kjósa svo með netkosningu á vef Víkurfrétta. Hver og einn velur eitt hús. Niðurstaða kosninganna verður kynnt mánudaginn 15. desember kl. 18:00 í Duushúsum og eru allir bæjarbúar velkomnir að vera viðstaddir. Húsið sem fær flest atkvæði verður útnefnt ljósahús Reykjanesbæjar og næstu tvö fá einnig viðurkenningu.
Húsin sem eru tilnefnd í ár eru: Borgarvegur 20, Freyjuvellir 7, Heiðarból 19, Heiðarbrún 4, Melavegur 9, Miðgarður 2, Steinás 18, Túngata 14, Týsvellir 1 og Þverholt 18.
Borgarvegur 20
Freyjuvellir 7
Heiðarból 19
Heiðarbrún 4.
Melavegur 9
Miðgarður 2
Steinás 18
Túngata 14
Týsvellir 1
Þverholt 18