Þrjú tonn af þorski
Hljóðið var ágætt í köllunum á Jaspís KE þegar ljósmyndari Víkurfrétta kíkti niður á Njarðvíkurbryggju í hádeginu, en þeir voru þar að landa þremur tonnum af vænum þorski sem þeir höfu veitt í net.
Þegar þeir voru spurðir hvort þeir væru ánægðir með aflann svaraði kranamaðurinn að bragði: „Maður verður alltaf að vera sáttur við það sem maður fær,“ og brosti í kampinn.
Þegar þeir voru spurðir hvort þeir væru ánægðir með aflann svaraði kranamaðurinn að bragði: „Maður verður alltaf að vera sáttur við það sem maður fær,“ og brosti í kampinn.