Þrjú lög keppa um Sandgerðisdagalagið 2008
Þrjú lög keppa um Sandgerðislagið 2008 sem valið verður í tilefni Sandgerðisdaga sem eru framundan. Alls bárust 6 lög í keppnina. Á vefnum www.245.is er hægt að hlusta á lögin, lesa textana og hafa áhrif á kosningu Sandgerðisdagalagsins. Atkvæði dómnefndar vega 70% og atkvæði almennings 30%.
Kosningunni lýkur kl. 19 næstkomandi fimmtudag og verða úrrslit tilkynnt á setningu Sandgerðisdaga á föstudaginn. Þá kemur jafnframt í ljós hverjir eru höfundar laganna.