Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þrjú hjá MSS í bæjarstjórnum
Anna Lóa Ólafsdóttir, Kristinn Þór Jakobsson og Jónína Magnúsdóttir.
Þriðjudagur 3. júní 2014 kl. 12:19

Þrjú hjá MSS í bæjarstjórnum

- einn núverandi og tvær tilvonandi.

Skemmtileg staða hefur komið upp hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS). Þrír starfsmenn af þrettán eru ýmist í bæjarstjórn eða á leið í slíka. Það eru náms- og starfsráðgjafarnir Anna Lóa Ólafsdóttir og Jónína Magnúsdóttir og verkefnastjórinn Kristinn Þór Jakobsson.

Anna Lóa verður fulltrúi Beinnar leiðar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og Jónína verður fulltrúi Sjálfstæðismanna og óháðra í Garði í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs. Kristinn Þór situr svo enn um sinn út sitt kjörtímabil sem fulltrúi Framsóknarmanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samtali við fréttamann Víkurfrétta sagði Kristinn Þór að það væri líklega honum „að kenna“ að samstarfskonur hans væru komnar á fullt í sveitarfélagapólitíkina. Hann hafi ætíð hvatt þær til þess og sagt það vera góða leið til að hafa áhrif á samfélagið og láta gott af sér leiða.

Hjá MSS starfar, eins og mörgum er kunnugt, fólk sem hefur það að atvinnu að efla einstaklinga til góðra verka og árangurs. Jarðvegurinn þar er þá eflaust tilvalinn til að rækta kraftmikla einstaklinga í mikilvæg störf fyrir sín sveitarfélög og samfélagið allt.

Þríeykið tók eitt svokallað „drottningarvink“ fyrir fréttamann.