Þrjár Suðurnesjakonur sýna í Ráðhúsinu
Þrjár Suðurnesjakonur eru meðal þeirra 61 þátttakanda sem valdir voru af sérstakri valnefnd til að taka þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst í dag og stendur yfir til 1. nóvember. Þær heita Hafdís Hill, leirlistakona, Margrét Ósk, gullsmiður, og Íris Rós Þrastardóttir.
Þetta er í fimmta sinn sem Handverk og hönnun stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð. Á sýningunni verður fjölbreytt úrval af handverki, listiðnaði og hönnun og munu listamennirnir sjálfir kynna vörur sínar.