Þrjár nýjar sýningar í Duushúsum
Sýningin til Sjávar og sveita opnaði í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum um síðastliðna helgi. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Listasafns Árnesinga.
Markmið samstarfsins og þriggja sýninga sem söfnin unnu saman, er að kynna ákveðin tímabil og stefnur í íslenskri myndlist. Á þessari sýningu eru tekin fyrir verk Gunnlaugs sem er meðal helstu listamanna þjóðarinnar og endurspegla verkin á sýningunni vel þá breytingu sem varð í íslenskri myndlist á millistríðsárunum. Á sýningunni eru nokkur af risastórum verkum Gunnlaugs en einnig minni verk, frumdrög og skissur sem gefa gestum tækifæri á að kynnast myndhugsun listamannsins og vinnuferli.
Gestum er gefinn kostur á leik og fræðslu með verkefnum til þess að glíma við og hafa gaman af. Sýningin stendur til 8. mars og aðgangur er ókeypis.
Við sama tækifæri verða opnaðar tvær aðrar sýningar í Duushúsum á vegum Listasafns Reykjanesbæjar og munu þær einnig standa til 8. mars: Sjálfsagðir hlutir, með þekkta hluti úr hönnunarsögu Hönnunarsafns Íslands. Hin sýningin er Konur og myndlist, sem er sýning á verkum fimmtán íslenskra kvenna úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar í tilefni þess að árið 2015 eru liðin 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt.
Nánari upplýsingar hér.