Þrjár lesa úr jólabókum í Bókasafni Reykjanesbæjar
Þrjár konur sem gefa út bók fyrir þessi jól lesa úr bókum sínum á Bókakonfekti Bókasafns Reykjanesbæjar fimmtudagskvöldið 29. nóvember kl. 20.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir les upp úr bókinni Hið heilaga orð.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir les upp úr bókinni Hasim – götustrákur í Kalkútta og Reykjavík
Dagný Maggýjar les upp úr bókinni Á heimsenda
Gestir verða boðnir velkomnir með lifandi tónlist frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar – kaffi og konfekt í boði.
Dagskráin er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurnesja.