Þrjá áhugaverðar sýningar opnaðar í Duus
Þrjá sýningar voru opnaðar í Duus-sölum í Reykjanesbæ síðasta laugardag eftir veitingu menningarverðlauna. Fjölmargir gestir skoðuðu þær í þremur sölum og sýningarnar verða opnar næstu mánuði.
Sýningin „Heimilið“ í byggðasafninu í Duus endurspeglar tíðarandann, tæknistigið og söguna en síðast en ekki síst persónulega sögu. Á sýningunni er lögð áhersla á vinnuna á heimilinu og tímabilið er árin 1930 til 1980. Lengst framan af á því tímabili var það enn nauðsyn að fólkið gæti gert sem mest sjálft. Matur var eldaður frá grunni, föt voru saumuð, stöguð, bætt, endursaumuð og híbýlaprýði voru heimagerð. Fátt var keypt út í búð, bæði var framboðið takmarkað en einnig var lítið um laust fé. Mjög áhugaverð sýning fyrir unga sem aldna.
Þriðja sýningin er í Bíósalnum og heitir ‘Nánd’ en þar sýnir Jóhanna Hreinsdóttir litrík málverk sem njóta sín vel á veggjum salarins. Höfundur segir svo um verkin: „Myndhugsun mín, sem er bundin litum, formum náttúrunnar og tilfinningalegu gildi þeirra, beinist inn á við og flæðir á vit óvissunnar í leit að samhljómi. Margbreytileiki og óútreiknanleg framvinda lífsins eru þannig uppspretta hugmynda minna.“ Nánd og Við sjónarrönd eru opnar til 15. janúar en Heimilið til 23. Apríl.
Sýningin „Heimilið“ í byggðasafninu í Duus endurspeglar tíðarandann, tæknistigið og söguna.
Þriðja sýningin er í Bíósalnum og heitir „Nánd“ en þar sýnir Jóhanna Hreinsdóttir litrík málverk.