Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þríþrautardeild UMFN fékk glæsilegt kort að gjöf
Laugardagur 2. apríl 2011 kl. 16:47

Þríþrautardeild UMFN fékk glæsilegt kort að gjöf

Þríþrautardeild UMFN hefur fengið að gjöf kort af bæjarfélaginu þar sem búið er að merkja inn með lituðum línum mismunandi langar leiðir, allt frá 3 km upp í 21 km. Leiðirnar hefjast allar við íþróttamiðstöðina í Njarðvík og enda á sama stað. Fyrirtækin sem standa að baki þessari gjöf eru Innrömmun Suðurnesja, Verkfræðistofa Suðurnesja og Loftmyndir ehf. Myndin verður hengd upp í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík og geta allir sem vilja nýtt sér upplýsingar kortsins. Umfn.is greinir frá.

Fyrsta hlaupaæfing á vegum þríþrautardeildarinnar var haldinn í gær, fimmtudaginn 31.mars. Æfingin hófst kl.18:00 og var hlaupið 8 km í tveimur hópum sem skipt var í eftir hraða iðkenda. Eftir að æfingu lauk voru teknar nokkrar styrktaræfingar og að lokum teygjuæfingar.

Mynd af umfn.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024