Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 15. ágúst 2002 kl. 09:45

Þrisvar sinnum fimm ættliðir

Matti Ósvald Ásbjörnsson hélt veglega grillveislu sl. sunnudag í tilefni af níræðisafmæli sínu en þar var samankomin fjölskylda hans og vinir. Matti er mjög „ríkur“ maður því hann á þrisvar sinnum fimm ættliði, hvorki meira né minna, og voru þau öll saman komin hjá Matta til að fagna afmæli kappans. Var veislan haldin heima hjá Gunnari syni Matta að Faxababraut en Matti sjálfur býr á Hlévangi.
Matti er eldhress og kátur þrátt fyrir aldur og keyrir til að mynda enn bílinn sinn sem segir meira en mörg orð.

Mynd: Matti á þrisvar sinnum fimm ættliði og hér eru þau öll saman komin, Hörður Gunnarsson, Matthildur Gunnarsdóttir, Matti Ósvald, Gunnar Mattason, Auður Gunnarsdóttir, Hildur Guðný Harðardóttir, Elísabet Lovísa Björnsdóttir, Indíana Erna Þorsteinsdóttir, Alexander Adam Ágústsson, Óskírður Einarsson og Bjartur Logi Kristinsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024