Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þrír Suðurnesjamenn sýna á ArtExpo
Laugardagur 24. febrúar 2007 kl. 15:18

Þrír Suðurnesjamenn sýna á ArtExpo

Þrír myndlistarmenn af Suðurnesjum, þau Fríða Rögnvaldsdóttir, Halla Har og Eiríkur Árni Sigtryggsson verða í hópi 11 íslenskra listamanna sem sýna munu verk sín á ArtExpo listakauptefnunni í New York nú um mánaðamótin.
ArtExpo er ein stærsta og virtasta listakaupstefnan í heiminum og er núna haldin í 29. sinn. Reiknað er með að yfir 40 þúsund listunnendur og galleríeigendur komi á sýninguna. Yfir 500 gallerí taka þátt í ArtExpo og sýna þar verk um 2400 myndlistamanna.

Mynd: Frá ArtExpo sýningunni í New York.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024