Föstudagur 27. desember 2019 kl. 10:14
Þriggja ára gaf Fjölskylduhjálp þrjá jólapakka
Það voru margir sem lögðu hönd á plóginn hjá Fjölskylduhjálp fyrir þessi jól. Sá yngsti var þó hann Samúel Friðjón Sigurðsson en hann er aðeins 3 ára. Samúel fór með þrjá jólapakka til Fjölskylduhjálpar og vildi endilega leggja þeirra góða starfi lið.