Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þrifu Sandvík með Bláa hernum
Hópurinn, ásamt Tómasi Knússyni, sem er lengst til vinstri.
Föstudagur 4. júlí 2014 kl. 09:00

Þrifu Sandvík með Bláa hernum

Hluti af ráðstefnunni Our Ocean 2014.

„Þeir höfðu samband vegna þess að ég var að redda þeim í fyrra í tengslum við þjóðhátíðardag þeirra Ég hitti svo fyrrverandi sendiherra sem varð mikill vinur minn í kjölfarið. Þeir vildu gera eitthvað voða sérstakt og í tilefni af Our Ocean 2014 ráðstefnunni í Bandaríkjunum, sem Ísland fékk ekki að taka þátt í vegna hvalveiðanna, vildu þeir gera eitthvað með Bláa hernum,“ segir Tómas Knútsson, forsvarsmaður Bláa hersins.
 
Sjálfboðaliðar á vegum bandaríska sendiráðsins á Íslandi slógust í för með Tómasi og Bláa hernum, tíndu rusl og þrifu ströndina í Sandvík í júní. Verkefnið var, eins og áður kemur fram, sem var hluti af ráðstefnunni Our Ocean 2014. Í meðfylgjandi myndbandi kemur fram að um tonn af rusli hafi verið fjarlægt og þrátt fyrir að hópurinn hafi ekki verið fjölmennur hafi heilmikið verið gert fyrir umhverfið. Betur megi þó ef duga skal.
 
Gert var myndband um verkefnið sem sjá má hér að neðan:
 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024