Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Þrettándagleði og flugeldasýning í Grindavík í kvöld
Föstudagur 6. janúar 2017 kl. 16:04

Þrettándagleði og flugeldasýning í Grindavík í kvöld

Þrettándinn er í dag og í Grindavík fara púkar brátt á stjá og sníkja nammi í heimahúsum. Kl. 19:00 munu bæjarbúar svo safnast saman við Aðal-Braut og ganga saman fylktu liði niður að Kvikunni þar sem hátíðardagskrá verður frá 19:15 til 20:00 sem endar svo á glæsilegri flugeldasýningu.

Kl. 19:15 // Dagskrá við Kviku:
Álfakóngur og álfadrottning syngja. Sigga Mæja og Palli
Undirleikur: Renata Ivan
Söngatriði frá Þrumunni
Útnefning á Grindvíkingi ársins.
Úrslit í búningakeppni  (skráning í Kvikunni frá 19:15-19:30)
Jólasveinar koma í heimsókn
Kaffi- og eða sjoppusala í Kvikunni á vegum 7. og 8. flokks stúlkna í
körfuknattleik. Allur ágóði rennur í ferðasjóð.

Kl. 20:00 // Glæsileg flugeldasýning við höfnina.

Þrettándagleðin er samstarfsverkefni frístunda- og menningarnefndar Grindavíkurbæjar og Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024