Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þrettándagleði og álfabrenna í Reykjanesbæ
Mánudagur 2. janúar 2012 kl. 13:12

Þrettándagleði og álfabrenna í Reykjanesbæ

Árleg þrettándagleði í Reykjanesbæ verður haldin 6. janúar. Dagskrá hefst kl.18.00 með skrúðgöngu frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu 8. Brennan verður svo staðsett við Ægisgötu.

Á dagskránni verður m.a.: Álfabrenna, tónlist, söngur, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla, Leppalúði og jólasveinar. Boðið verður upp á heitt kakó í boði Reykjanesbæjar.

Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur og tröllastelpan Fjóla, Skátarnir, Björgunarsveitin Suðurnes og Léttsveit og Trommusveit Tónlistarskólans munu taka þátt í dagskránni.

Flugeldasýning verða á vegum Björgunarsveitarinnar Suðurnes.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024